31 mars 2006

Tíminn líður hratt...

Jæja, gott fólk, ákvað að líta stutta stund upp úr lærdómnum til að rita hér nokkur orð. Nú líður tíminn hraðar áfram en ég kæri mig um og sumarið nálgast óðfluga. Því datt mér í hug að spyrja hvort það væri ekki einhver stemming fyrir því að hittast eitthvað í sumar, hvort sem það er partý, bústaðarferð eða eitthvað annað skemmtilegt. Hvað segið þið, einhverjar hugmyndir? Held við verðum að passa okkur að láta þennan hitting ekki detta uppfyrir því þá gæti það farið svo að við hættum að hittast nokkuð utan stórafmælanna. Vona bara að það séu ekki það margir í útlöndum þannig að þetta verði eitthvað þunnur hópur sem er á landinu. Endilega tjáið ykkur.

© Ísak Sigurjón hannaði og kóðaði útlit, 2005

Profile Maps