22 janúar 2006

Partí anyone?

Við Guðný vorum að ræða um það um daginn að það væri kominn tími til að halda bekkjarpartí, allavega fyrir þau okkar sem eru sunnan heiða. Datt bara í hug að athuga hvort það væri einhver áhugi fyrir þessu og hvenær við gætum haft það. Væri gaman að halda það áður en Guðný yfirgefur klakann um miðjan febrúar. Hvað finnst ykkur, er ekki einhver stemming fyrir þessu?

03 janúar 2006

Sma report

Jæja þá held ég að ég verði að vera við bón Gests um að setja eitthvað inná þessa síðu. Síðasta ár hefur verið mjög viðburðaríkt hjá mér og erfitt ad segja fra ollu, en eg ætla að gera mitt besta og stikla a tví stærsta....

Skolaarid 2003-2004 var eg i VMA ad nema textíl-hönnun og gekk bara mjög vel en fatahönnunin heillaði meira svo ég flutti til Reykjavíkur og hóf nám i FG. Leigði litla íbúð í Fossvoginum og var að vinna í dömudeild Debenhams um helgar og eftir skóla svo maður gerði lítið annað en að vinna, læra og sofa. En ég hafði þetta nú af og útksrifaðist með stúdentspróf frá FG í fatahönnun vorið 2005.
Strax eftir útskrift fluttist ég til London þar sem ég komst að sem aðstoðarhönnuður (designer-assistant) hjá Oasis yfir sumarið. Ég á ekki til orð yfir hversu gaman og lærdómsríkt það var að búa í London og á ég frekar erfitt með að lýsa þessu í stuttu máli. Vinnan var frábær og hálf súrealiskt að sjá eitthvað sem maður hefur teiknað eða á einhvern hátt komið að sett í fjöldaframleiðslu og svo selt um allann heim. Önnur upplifun voru hryðjuverkaárásirnar á London í Júlí, en ég slapp naumlega þar því lest sem ég steig úr á síðastu mínútu var sú sem mætti þeirri sem sprakk á Kings - Cross. Svo má ekki gleyma pöbba-menningunni, krikketinu og öllu sem fylgir því að búa í Englandi en ég held að ég hafi fengið þetta allt nokkuð beint í æð og það leið varla sá dagur sem maður var að gera eitthvað nýtt og spennandi.
En sumarið tók enda og ég pakkaði saman föggum mínum til að flytja til Danmerkur því ég komst inní frábæran hönnunarskóla, TEKO, og er að læra markaðsfræði tengda hönnun. Ég er á alþjóðlegri braut sem þýðir að allt er kennt á ensku sem er mjög hentugt þar sem að MA-danskan situr ekki beint í manni. Námið er mjög fjölbreytt og þótt svo að mitt nám sé að mestu falið í markaðsfræði þá tökum við líka fullt af hönnunar og material-knowledge einingum + hverju markaðsfræði-verkefni fylgir alltaf einhver teikning eða hönnun. Námið tekur tvö ár svo ég verð hér allavega fram á vor 2007 og bæti svo við mig BA gráðu einhverstaðar annarstaðar, en það skýrist svosem betur þegar nær dregur.
Eftir að hafa veri í 8 mánuði úti var gott að koma heim um jólin þó svo að stoppið hafi nú ekki verið nema 10 dagar. Ég sit einmitt núna á Kaupmannahafnarvelli að bíða eftir lest "heim" eða til Herning svo ég nýti mér þráðlausa netið og dauðann tíma í að hripa niður þennann annál eða report. Framundan er erfið önn þar sem að það er mikið um stór verkefni auk þess sem við förum í tíu daga námsferð til Barcelona. Það er svo í bígerð að fara til London í atvinnuviðtöl fyrir sumarið og reyna að komast að sem designer assistant hjá Oasis eða öðru fyrirtæki. Ef það gengur ekki upp er ég með vinnu hér í DK á hóteli í bakhöndina svo maður kemur ekkert heim næsta árið eða svo....
Jæja ég held að þetta sé svona það helsta, ég blogga mjög svo (ó)reglulega á www.blog.central.is/borgarbeib ef þið viljið fylgjast meira með :) Vona að þið hafið það sem allra best og fylgið fordæmi mínu (þó svo seint sé) og setjið inn smá report frá ykkur hérna inn, ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og treysti á að einhver góður aðili taki að sér að skipuleggja reunion um næstu jól ;)
maría í DK yfir og út .......

© Ísak Sigurjón hannaði og kóðaði útlit, 2005

Profile Maps