17 júní 2008

Óvissuferð

05 maí 2008

5 ár

Halló halló öll sömul, eða öllu heldur þið sem enþá lesið þessa síðu, ef þið eruð einhver. Nú er komið að því, þann 17. júní næstkomandi eru liðin 5 ár frá því við útskrifuðumst og af því tilefni verður mikið húllumhæ í sumar. En ætlum við að gera eitthvað saman, bara við í bekknum, þeir sem vita eitthvað mega endilega tjá sig hérna fyrir neðan.
með bestu kveðju
Gestur

04 september 2007

Myndir

Setti inn myndir nýlega frá partýinu á 17. júní í sumar, svona fyrir ykkur sem vissuð ekki af því. Tengillinn er neðst í tenglalistanum hægra meginn á síðunni.
Pís át.

21 júní 2007

Barnalán

En fjölgar börnunum sem þessi bekkur hefur komið í heiminn. Þórunn var að segja mér að Sigrún hafi verið að eiga í morgun, það var víst stelpa og gekk allt vel. Meira veit ég ekki í bili. Endilega komið með það ef þið fréttið eitthvað

05 apríl 2007

It's partytime... again

Jæja, þá er komið að því, en einn veturinn bráðum að baki og þá vaknar upp spurningin, hvar og hvenær eigum við að halda partý í sumar. Er ekki annars stemming fyrir því? Þessir tveir mánuðir sem eru þangað til júní gengur í garð eiga eftir að fljúga hjá þannig þannig að það er alveg spurning að reyna að fara að skipuleggja eitthvað. Hvað segið þig, einhverjar hugmyndir?

20 júní 2006

Myndir og myndbönd

Vil byrja á því að þakka þeim sem mættu fyrir skemmtunina um síðustu helgi. Annars hef ég verið að dunda við að setja inn myndir úr þessu partýi inn á myndasíðuna mína, þær má sjá á myndasíðunni minni www.picturetrail.com/gestur og svo setti ég tvö myndbönd á netið, þau má sjá hér: http://hi.is/~gesturpa/video_2006/
Þið verðið að gera copy/paste á þessar slóðir, kann ekki að setja tengla inn á þessa síðu.

14 júní 2006

Partý partý...

Hæ hæ...
Loksins er búið að ákveða að hafa partýið á laug. 17.júní;) Það verður heim hjá Atla í Helgamagrastræti 48 nh:) Við stefnum á að byrja þetta klukkan 19:00 á því að grilla saman;) Við erum aðeins að skoða þetta og látum vita á morgun síðasta lagi á föstudag hvernig það verður. En allavega allir að mæta á laugardag til Atla klukkan sjö;)
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um það hvað þið viljið gera þá endilega setjiði komment!

22 apríl 2006

Vorið að koma, senn líður að sumri

Heil og sæl öll sömul.

Ég er bara hreinlega að komast í sumarskap. Snjórinn allur að fara hér á Akureyri og styttist í próftíð. Ég sit reyndar núna sveittur og er að klára lokaritgerðina mína í B.Sc. námi mínu í sjávarútvegsfræðinni. Einn af nördunum sem fór beint í háskóla eftir MA. Djöfull verður gott að vera búinn með þetta helvíti og fara vinna inn peninga allt árið.

Er ekki eitthvað að frétta af einhverjum öðrum?

Ég var samt að velta fyrir mér hvað við ættum að gera í sumar þegar við hittumst. Hvað ætlum við að gera?

Kv. Atl i Þór

31 mars 2006

Tíminn líður hratt...

Jæja, gott fólk, ákvað að líta stutta stund upp úr lærdómnum til að rita hér nokkur orð. Nú líður tíminn hraðar áfram en ég kæri mig um og sumarið nálgast óðfluga. Því datt mér í hug að spyrja hvort það væri ekki einhver stemming fyrir því að hittast eitthvað í sumar, hvort sem það er partý, bústaðarferð eða eitthvað annað skemmtilegt. Hvað segið þið, einhverjar hugmyndir? Held við verðum að passa okkur að láta þennan hitting ekki detta uppfyrir því þá gæti það farið svo að við hættum að hittast nokkuð utan stórafmælanna. Vona bara að það séu ekki það margir í útlöndum þannig að þetta verði eitthvað þunnur hópur sem er á landinu. Endilega tjáið ykkur.

10 febrúar 2006

Party

Þá er komin lokaniðurstaða í málið, ákvað bara að taka tilkynninguna sem Guðný setti inn á síðuna hjá hinum sjö fræknu því hún segir allt sem segja þarf:

Þá er komið að því ................Dúndur KveðjuPARTÝ verður haldið Laugardaginn 11. feb klukkan 18:00 ... Á MORGUN nánar tiltekið á Blikhólum 8 í Breiðholtinu ( ghettoinu) heima hjá Gessa ! Þetta er Þemapartý og því mikilvægt að allir fari nú að skoða skápana sína og dragi fram 80´s fötin sín ....... !!! SKYLDA ! annars bíður einstaklingsins hörð Refsing .... he he

Ég vona að sem flestir mæti og veiti mér þann heiður að sötra með mér ískaldan Pilsner ... svona í síðasta skiptið í bili ... og skrifi nokkur heilræði til mín í bók sem ég hef ákveðið að hafa mér út til halds og traust ... ekki veitir af ! !!! og svo skella að sjálfsögðu sér allir í bæinn og stefnt verður á að dansa frá sér allt vit og svitna ærlega saman í glansgöllunum og lakkskónum !!! wohaaa

© Ísak Sigurjón hannaði og kóðaði útlit, 2005

Profile Maps