28 september 2005

Nýtt útlit

Jæja, þá er þetta loksins komið, nýtt útlit og flestir eiga að vera komnir með aðgang, hvort sem þeir eru búnir að virkja hann eða ekki. Svona til þess að það sé á hreinu þá verðið þið að búa til aðganginn, þar með talið notandanafn og lykilorð, ég kem ekki nálægt því. Ég sendi ykkur bara boð um að slást í hópinn svo það er í raun undir ykkur komið hvort þið hafið aðgang þannig að það þýðir ekkert að skamma mig ef þið hafið ekki fengið aðgang. Þið þurfið bara að athuga póstinn ykkar og ef það er ekki þar þá get ég sent ykkur skeytið aftur á það e-mail sem þið viljið. Bara svo þið vitið það þá verður Ísak áfram með aðgang að þessari síðu ef eitthvað skyldi koma uppá. Hann lofaði að stelast ekki til þess að blogga hérna þannig að við verðum bara að vona það besta.
Fleira var það ekki í bili

© Ísak Sigurjón hannaði og kóðaði útlit, 2005

Profile Maps